16.12.2011 16:40

Hafursey fer í geymslu

©Ég náði í dag í Kjartan útgerðarstjóra Vísis og staðfesti hann orð Tryggva Sig um söluna á bátnum, en gengið var frá málum nú í vikunni. Mun báturinn koma til Njarðvíkur næstu daga og verða tekinn þar upp og settur í geymslu, þar sem enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær á að breyta henni.


           1416. Hafursey VE 122, í Vestmannaeyjum © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009. Máltækið ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER, passar vel við þennan bát, því nú er hann í þriðja skipti á ævi sinni að komast í eigu Suðurnesjamanna.