16.12.2011 15:45
Alma dreginn norður á morgun
Norskt dráttarskip kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun sem mun draga flutningaskipið Ölmu til Akureyrar, þar sem skipið mun fara í slipp. Framkvæmdastjóri Nesskipa, sem eru með umboð fyrir útgerð Ölmu, segir í samtali við mbl.is að stefnt sé að því að draga skipið norður á morgun.
"Það er verið að gera klárt fyrir dráttinn og við reiknum með, svona út frá veðurspánni, að þeir leggi af stað í fyrramálið eða um hádegi á morgun," segir Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa. Nú sé norðanátt og menn ætli að láta hana ganga niður áður en þeir leggi af stað. Spáin fyrir helgina sé góð.
Kom þetta fram í mbl.is í dag, en hér er myndir sem Óðinn Magnason tók á Fáskrúðsfirði í dag
Alma og norski dráttarbáturinn á Fáskrúðsfirði í dag © myndir Óðinn Magnason, 16. des. 2011
