16.12.2011 13:10
Vísis-togarinn Atlantic Viking ónýtur?
Frá því í haust hefur kanadíski togarinn Atlantic Viking sem er í eigu dótturfyrirtækis Vísis hf., í Kanada verið í minni kvínni í Hafnarfirði. Vitað var fyrir að fara þyrft fram mjög miklar viðgerðir, en nú er svo komið að vinna við togarann hefur legið niðri í hálfan mánuð. Ástæðan er sú að bolur skipsins var mun verri en menn áttu von á. Er hann svo tærður og þunnur orðinn að menn sitja yfir útreikningum um það hvort það borgi sig að gera við hann, eða kannski frekar að farga honum.

Atlantic Viking, í minni kvínni í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 11. okt. 2011

Atlantic Viking © mynd MarineTraffic, Wes Pretty
Atlantic Viking, í minni kvínni í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 11. okt. 2011
Atlantic Viking © mynd MarineTraffic, Wes Pretty
Skrifað af Emil Páli
