16.12.2011 08:00
Hafursey VE til Vísis
Þó svo að útgerðarstjóri Vísis hafi ítrekað beðið mig að bíða með fréttina og því ekki viljað stafesta neitt við mig, þá birti ég hér frásögn Tryggva Sig á síðu sinni í gær
Í dag tók ég eftir því að búið var að færa Hafursey VE 122 úr langtímastæðinu sínu, ég fór að grenslast fyrir hvað væri í gangi og var sagt að búið væri að ganga frá sölu hennar til Vísis í Grindavík. Báturinn á að sigla næstu daga til Njarðvíkur og á að geyma bátinn fyrst um sinn á þurru landi en það er eitthvað vesen í gangi með sleðan í Njarðvík efir óhapp þar að mér var tjáð.

1416. Hafursey VE 122, í Vestmannaeyjum © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009
Í dag tók ég eftir því að búið var að færa Hafursey VE 122 úr langtímastæðinu sínu, ég fór að grenslast fyrir hvað væri í gangi og var sagt að búið væri að ganga frá sölu hennar til Vísis í Grindavík. Báturinn á að sigla næstu daga til Njarðvíkur og á að geyma bátinn fyrst um sinn á þurru landi en það er eitthvað vesen í gangi með sleðan í Njarðvík efir óhapp þar að mér var tjáð.
1416. Hafursey VE 122, í Vestmannaeyjum © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009
Skrifað af Emil Páli
