15.12.2011 19:30
Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 seld til Hólmavíkur og fer á rækju
Þá er Hólmavíkurmálið leyst, þ.e. kaup á 100 tonna báti til rækjuveiða. Verið er að kaupa ex Eykon RE 19, sem heitir í dag Arnfríður Sigurðardóttir RE 14. Kaupendunir eru þeir sem áttu þann sem er Sveinbjörn Jakopsson SH 260 í dag, og hét þá Sæbjörg ST 7. Er þá átti við að sömu aðilar standa að þessari útgerð og þeirri sem átti Sæbjörgina.
177. Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, á Akranesi © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 20. júli 2010
Skrifað af Emil Páli
