15.12.2011 15:00

Veiddu risalúðu í Hornafjarðardýpi

Lúðan mældist 258 sentímetrar að lengd og áætluð þyngd er 250 kíló

Fiskifréttir 15. desember 2011
Risalúða sem Kleifaberg veiddi. (Mynd: Trausti Gylfason)

Frystitogarinn Kleifaberg ÓF fékk risalúðu í trollið í síðustu viku er skipið var að ufsaveiðum í Hornafjarðardýpi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Trausta Gylfasyni, háseta á Kleifaberginu, er lúðan um 258 sentímetrar að lengd og áætluð þyngd um 250 kíló. ,,Ef mér skjátlast ekki þá mun þetta vera ein af stærstu lúðum sem veiðst hafa við landið síðustu ár," sagði Trausti.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.