15.12.2011 11:00
Kiddi Lár: Skúbbið og lengingin
2704. Kiddi Lár GK 501, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 27. jan. 2011
Önnur skipasíða birti frétt þess efnis í gær að hún væri með skúbb um að búið væri að selja Kidda Lár til Stykkishólms og að lengja ætti bátinn um 2 metra.
Þetta með söluna er nú ekki mikið skúbb, því fyrir 5 dögum birti ég frétt þess efnis að eigendur Bíldseyjar væru að kaupa bátinn. Varðandi lenginguna, þá liggur það ekki enn fyrir hvort það verði nú eða síðar, né heldur hvaða plastbátasmiðja framkvæmdir verkið, því þær sem geta framkvæmd þetta stórt verk, eru flestar yfirbókaðar.
Skrifað af Emil Páli
