12.12.2011 18:10
Um ósk á lykilorði vegna myndasíðunnar
Margoft hef ég birt greinarstúf eins og þennan, vegna óska manna um að fá lykilorð af myndasíðum mínum. Þeirri ósk hef ég ekki getað orðið við af ástæðu sem ég mun enn einu sinni greina frá hér fyrir neðan. En áður en ég kem að því verð ég að segja að ég undrast það að fá margar óskir í hverri viku og oftast frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Spyr ég mig að því hversvegna fólk er að óska eftir lykilorði af læstum síðum, sem síðan væru opnaðar fyrir hina og þessa?
En svo ég komi nú að aðalþætti málsins, þá hef ég haft það form í öryggisskyni að geyma ekki myndirnar í tölvunni, heldur eru þær hýstar hjá fyrirtækjum bæði hérlendis og erlendis sem annast slíka geymslu. Myndasíðurnar sem 123.is er með í boði, eru því ekki þannig að hægt sé að hleypa fólki að þeim því þar er allt í belg og biðu og ósorterað og að sjálfstæðu get ég ekki veitt neinum lykilorð að þeim síðum sem eru geymdar utan tölvunnar.
Orðsendingu sem þessa er ég búinn að birta hér á nokkra mánaða fresti frá upphafi og verð því miður alltaf að endurtaka hana, en þetta er staðreynd málsins og því hefur það engan tilgang að biðja um lykilorð, ég á ekki þann möguleika að gefa það upp, enda í raun ekki um neitt slíkt að ræða.
Með bestu kveðjum Emil Páll
En svo ég komi nú að aðalþætti málsins, þá hef ég haft það form í öryggisskyni að geyma ekki myndirnar í tölvunni, heldur eru þær hýstar hjá fyrirtækjum bæði hérlendis og erlendis sem annast slíka geymslu. Myndasíðurnar sem 123.is er með í boði, eru því ekki þannig að hægt sé að hleypa fólki að þeim því þar er allt í belg og biðu og ósorterað og að sjálfstæðu get ég ekki veitt neinum lykilorð að þeim síðum sem eru geymdar utan tölvunnar.
Orðsendingu sem þessa er ég búinn að birta hér á nokkra mánaða fresti frá upphafi og verð því miður alltaf að endurtaka hana, en þetta er staðreynd málsins og því hefur það engan tilgang að biðja um lykilorð, ég á ekki þann möguleika að gefa það upp, enda í raun ekki um neitt slíkt að ræða.
Með bestu kveðjum Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
