09.12.2011 18:00
Andrés, Sigurborg og Kristján
Mikið hefur oft verið fjallað um Sólplast hér á síðunni svo og undanfara þess þ.e. Plastverk. Plastverk var í eigu Andrésar Eyjólfssonar og þar störfuðu bæði dóttir hans Sigurborg og tengdasonurinn Kristján Nielsen. Kom það síðan í hlut þeirra að taka við rekstri Plastverks og upp úr því stofnuðu þau Sólplast
Hér koma myndir af þeim öllum þremur, sem teknar voru fyrir meira en einum áratugi og augljóslega hafa þau breyst mikið síðan þá hehehe.
Andrés Eyjólfsson
Sigurborg Sólveig Andrésdóttir
Kristján Nielsen
© myndir úr safni Sólplasts, teknar fyrir allmörgum árum
Skrifað af Emil Páli
