08.12.2011 20:40

Steinskipið Stornes

Eftirfarandi grein og myndir birti Jón Páll Jakobsson inn á síðu sinni 1. des. sl. en hann er eins og margir vita núna starfandi á vaktskipi í Norðursjó. Tengill á síðu hans er hér til hliðar á síðunni.

Við fengum smá jákvæðar fréttir af steinskipinu þ.e.a.s skipinu sem á að hylja kapalinn sem við erum að vakta, skipið er að lesta grjóti í nágrenni Bergen og er svo væntanlegt eftir það það er verið að koma ca 27.000 tonnum af grjóti um borð í það. þarf nokkur vörubílahlöss í það.

    En hér sjáum við mynd af steinskipinu Stornes sem á að gera þessa vinnu það er 175m langt og 26 m breitt. það getur unnið niður á 2000m dýpi. Slaka þeir röri niður og fara svo steinarnir í gegnum rörið niður á botn akkúrat þar sem þeir eiga að vera. 27.000 tonn í ferð. Það er Hollenska fyrirtækið Van Oord sem á skipið kemur ekki á óvart að hollendingar eigi svona skip því mikið þarf að dæla til efni í Hollandi.



                             Hér sjáum við svo Stornesið lesta einhvers staðar


      Svona lítur það út tómt. Stornes er smíðað í Kína 2010 það er með 2X 4000 kw vélar og gengur ca 15 sjm það ristir 10,7 m en lestað tæpa 15 metra. í áhöfn eru 56