05.12.2011 12:00
Varðandi Sjávarborgina. Þórir Jó og þessar pælingar og rugl
Einn af þeim duglegu ljósmyndurum sem ég hef úti á landsbyggðinni sendi mér eftirfarandi sem ég birti nú og er vel þess virði að hugsa um:
Varðandi Sjávarborgina og Þórir Jó, og allar þessar pælingar og rugl,
Ég er sammála þér með 1860 að hann er stæðsti plastari sem smíðaður hefur verið hér á landi,
Tveir eru þó þeir bátar sem ég vil sérstaklega nefna: 1640 Patrekur BA 64 síðast Hraunsvík GK 90 samkvæmt skipaskrá smíðaður í Stykkishólmi 1982, en skrokkurinn var keyptur af Jóni Magnússyni útgerðarmanni í Noregi og dreginn til landsins þaðan, lengdur og kláraður hjá Skipavík á
árunum 1980-82.
Svo er núna í eigu sama manns Jóns Magnússonar á Patreksfirði eða fyrirtækis hans, annar afar athygliverður bátur 182. Vestri BA 63 sagður samkvæmt skipaskrá byggður í Noregi 1960, og endursmíðaður 1999 (í Póllandi). Í því skipi er ekkert eftir af gamla skipinu, og lagið á honum ekkert í líkingu við upprunann. Hann var endursmíðaður samkvæmt nýrri teikningu, og vegna einhverja fáránlegra reglna borgaði sig frekar að byggja nýjan bát utan um vélarrúmið úr þeim gamla og botninn undir því frekar en byggja alveg nýjan. Og þó margt annað hafi verið notað úr gamla 182. við endurbygginguna 1999, voru það hlutir sem höfðu verið endurnýjaðir fyrir, eins og lestarlúga og dráttarlúga. Gluggar í brú voru úr brúni úr gamla, en hún hafði verið endurnýjuð fyrir 1990. 2005 var svo vélin endurnýjuð og restin af skrokknum undir vélini endurnýjuð og breytt. Þá kemur spurningin: Hvað er þá eftir af 182 og er réttlætanlegt að segja þetta skip smíðað 1960.

1640. Patrekur BA 64 © mynd Ísland 1990

182. Vestri BA 63 © mynd Emil Páll
Varðandi Sjávarborgina og Þórir Jó, og allar þessar pælingar og rugl,
Ég er sammála þér með 1860 að hann er stæðsti plastari sem smíðaður hefur verið hér á landi,
Tveir eru þó þeir bátar sem ég vil sérstaklega nefna: 1640 Patrekur BA 64 síðast Hraunsvík GK 90 samkvæmt skipaskrá smíðaður í Stykkishólmi 1982, en skrokkurinn var keyptur af Jóni Magnússyni útgerðarmanni í Noregi og dreginn til landsins þaðan, lengdur og kláraður hjá Skipavík á
árunum 1980-82.
Svo er núna í eigu sama manns Jóns Magnússonar á Patreksfirði eða fyrirtækis hans, annar afar athygliverður bátur 182. Vestri BA 63 sagður samkvæmt skipaskrá byggður í Noregi 1960, og endursmíðaður 1999 (í Póllandi). Í því skipi er ekkert eftir af gamla skipinu, og lagið á honum ekkert í líkingu við upprunann. Hann var endursmíðaður samkvæmt nýrri teikningu, og vegna einhverja fáránlegra reglna borgaði sig frekar að byggja nýjan bát utan um vélarrúmið úr þeim gamla og botninn undir því frekar en byggja alveg nýjan. Og þó margt annað hafi verið notað úr gamla 182. við endurbygginguna 1999, voru það hlutir sem höfðu verið endurnýjaðir fyrir, eins og lestarlúga og dráttarlúga. Gluggar í brú voru úr brúni úr gamla, en hún hafði verið endurnýjuð fyrir 1990. 2005 var svo vélin endurnýjuð og restin af skrokknum undir vélini endurnýjuð og breytt. Þá kemur spurningin: Hvað er þá eftir af 182 og er réttlætanlegt að segja þetta skip smíðað 1960.
1640. Patrekur BA 64 © mynd Ísland 1990
182. Vestri BA 63 © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
