04.12.2011 13:00

Var Sjávarborg GK 60, Akureyrarsmíði ?

Ég efast um að það séu margir sem telja að Sjávarborg GK 60, hafi ekki verið smíðuðu hjá Slippstöðinni á Akureyri, enda hefur oftast verið talað um hana sem slíka. Engu að síður var skrokkurinn smíðaður í Póllandi og síðan lengdur og yfirbyggður á Akranesi, áður en Slippstöðin tók við honum og lauk því að gera úr honum bát. Eða eru einhverjir sem tala um að þeir fjölmörgu bátar sem Ósey í Hafnarfirði lauk smíði á, séu ekki úr Hafnarfirði, af því að skokkurinn kom frá Póllandi. Nei örugglega ekki, því spyr ég hvort ekki gildi sömu reglur með Þórir Jóhannsson GK sem var skráður Skagastrandarbátur af því að smíðinni lauk þar, þrátt fyrir að skokkurinn kæmi frá Frakklandi?
Ef menn telja Sjávarborgina, Akureyrarsmíði og Óseyjarbátana, Hafnarfjarðarsmíði, þá hlýtur Þórir Jóhannsson að vera Skagastrandarframleiðsla. Þar með er það ljóst að síðastnefndi báturinn er stærsti plastbáturinn sem framleiddur hefur verið á Íslandi. Hér gildir engin viðkvæmni, heldur skal rétt vera rétt.

Síðan er önnur hlið á málum en það er að í dag má segja að flest öll uppsjávarskipin hafa farið í gegn um miklar breytingar á síðari árum og þá oftast annarsstaðar en í upprunalandinu og því spurning hvort þeir séu lengur norsksmíðaðir, Hollensksmíðaðir eða eitthvað annað. En þetta er svona smá vangaveltur, sem gaman væri að spá í.


                                 1586. Sjávarborg GK 60 © mynd Snorrason


             1860. Útlaginn ex Þórir Jóhannsson GK 116 © mynd úr safni Sólplasts