03.12.2011 19:42
Langstærsti plastbátur á Íslandi, stærri en sá á Akureyri
Vegna frétta um að í dag hafi verið sjósettur á Akureyri stærsti plastbátur sem framleiddur hefur verið á Íslandi, Birti ég hér mynd af báti sem á þann titil, þrátt fyrir þennan á Akureyri.

1860. Útlaginn ex Þórir Jóhannsson GK 116 © mynd úr safni Sóplasts
Smíðanúmer 30 hjá Mánavör hf., Skagaströnd 1988, en skrokkurinn var smiðaður hjá Ateliers et Chantiers og Maritines d'Hamfleur, í Frakklandi.
Þó báturinn væri aðallega gerður út frá Vestmannaeyjum hafði hann heima höfn i Garði, þar sem hann fékk með því betri fyrirgreiðslu.
Afskráður til geymslu 30. nóv. 1993 Endurskráður sem vinnubátur og lengdur 1994. Var notaður eftir það sem rannsóknarskip fyrir neðansjávarmyndavél. Seldur úr landi til Noregs 3. nóv. 1995.
Eftir að báturinn var seldur til Noregs var hann lengi vel gerður út frá Hanstholm í Danmörku, undir skipstjórn feðgana Jóns Magnússonar, nú skipstjóra á flutningaskipinu Axel og Magnúsar Daníelssonar, nú skipstjóra á Faxa RE 24.
Nöfn: Þórir Jóhannsson GK 116, Útlaginn, Öyfisk N-34-ME, Öyfisk Sf-4-Y, aftur og núverandi nafn: Öyfisk N-34-N
1860. Útlaginn ex Þórir Jóhannsson GK 116 © mynd úr safni Sóplasts
Smíðanúmer 30 hjá Mánavör hf., Skagaströnd 1988, en skrokkurinn var smiðaður hjá Ateliers et Chantiers og Maritines d'Hamfleur, í Frakklandi.
Þó báturinn væri aðallega gerður út frá Vestmannaeyjum hafði hann heima höfn i Garði, þar sem hann fékk með því betri fyrirgreiðslu.
Afskráður til geymslu 30. nóv. 1993 Endurskráður sem vinnubátur og lengdur 1994. Var notaður eftir það sem rannsóknarskip fyrir neðansjávarmyndavél. Seldur úr landi til Noregs 3. nóv. 1995.
Eftir að báturinn var seldur til Noregs var hann lengi vel gerður út frá Hanstholm í Danmörku, undir skipstjórn feðgana Jóns Magnússonar, nú skipstjóra á flutningaskipinu Axel og Magnúsar Daníelssonar, nú skipstjóra á Faxa RE 24.
Nöfn: Þórir Jóhannsson GK 116, Útlaginn, Öyfisk N-34-ME, Öyfisk Sf-4-Y, aftur og núverandi nafn: Öyfisk N-34-N
Skrifað af Emil Páli
