03.12.2011 18:40

Stærsti eða næst stærsti plastbáturinn?

Í dag birtist frétt á mbl.is þar sem Þorgeir Baldursson sagði frá því að stærsti plastbátur sem smíðaður hafi verið á Íslandi var sjósettur á Akureyri í dag. Bátasmiðjan Seigla smíðaði bátinn fyrir norskan kaupanda, Eskoy A/S i Tromsö.

Báturinn er útbúinn fyrir línuveiðar og er 5,70 m á breidd 14,98 m á lengd. Í honum eru vistarverur fyrir átta manns í tveggja manna klefum og í lestinni er pláss fyrir u.þ.b. 40 tonna afla ísvél.

--- Þetta stóð í mbl.is., síðan er spurning hvort hann sé stærsti eða ekki. Því mun stærri plastbátur var kláraður á Skagaströnd fyrir nokkrum árum, þó að skrokkur hans hafi að vísu verið fluttur til landsins frá Frakklandi. Sá hét m.a. Þórir Jóhannsson GK

Þessi bátur sem nú var sjósettur ber nafnið Saga K og kemur í stað báts sem fyrirtækið átti og sökk við Noreg, en fyrirtækið er í eigu íslendinga.