03.12.2011 11:00

Hákon og Vilhelm Þorsteinsson á Akureyri

Þá er það deginum ljósara að þessi skemmtilega sjón sem við hér við Stakksfjörðinn höfum haft fyrir framan okkur undanfarnar vikur. þ,e, síldarbátanna Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA, er lokið a.m.k. í bili, því báðir liggja þeir nú á Akureyri. Ástæðan fyrir verunni þar er að þeir eru komnir í loðnuna, eða að leita að henni, en sökum brælu taka þeir nú helgarfrí þarna í höfuðstað norðurlands.


                       2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í Helguvík © mynd Emil Páll


                       2407. Hákon EA 148, á Stakksfirði © mynd Emil Páll