03.12.2011 00:40
Danski Pétur VE 423 / Siglunes SH 22 / Siglunes SI 70
Hér er á ferðinni 40 ára gömul innlend smíði, sem enn er í fullu fjöri. Á þessum tíma hefur hann aðeins borið 3 nöfn, ef frá er talið fjórða nafnið sem hann bar í 1/2 ár. Birti ég hér myndir af bátnum með þessi þrjú nöfn sem hann bar í einhvern tíma.
1146. Danski Pétur VE 423 © mynd úr Ísland 1990
1146. Danski Pétur VE 423 © mynd úr Ísland 1990
1146. Danski Pétur VE 423 © mynd Jón Páll Ásgeirsson
1146. Siglunes SH 22 © mynd Hilmar Snorrason, í mars 2006
1146. Siglunes SH 22 © mynd Hilmar Snorrason, 16. sept. 2007
1146. Siglunes SH 22 © mynd Emil Páll, í júní 2008
1146. Siglunes SH 22 © mynd shipspotting, Gunni
1146. Siglunes SI 70, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll
1146. Siglunes SI 70 © mynd Álasund
1146. Siglunes SI 70 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson
1146. Siglunes SI 70 © mynd af Sax, Konráð Rúnar Friðfinnsson
1146. Siglunes SI 70 © mynd Hilmar Snorrason, 2009
Smíðanúmer 23 hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 1971, eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar. Yfirbyggður 1988. Breytt í þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn í Norðursjó, í mars 2008, hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., en aldrei fór hann þó í það hlutverk, heldur hélt áfram sem fiskiskip og er það enn í dag.
Nöfn: Danski Pétur VE 423, Siglunes SH 22, Siglunes SH 36 og núverandi nafn: Siglunes SI 70
