02.12.2011 00:00
Brimir NS 21 / Valdimar Kristinsson ÁR 320 / Katrlín GK 98 / Katrín BA 109
Þessi bátur er svolítið frábrugðinn öðrum, fyrir þær sakir hversu í raun ég á fáar myndir af honum. Aðeins á ég myndir af helming þeirra nafna sem hann hefur borið þ.e. fimm myndir af fjórum nöfnum af þeim átta sem hann hefur borið. En hér koma þær engu að síður.
1124. Brimir NS 21 © mynd Snorrason

1124. Valdimar Kristinsson ÁR 320 © mynd Alfons Finnsson
1124. Valdimar Kristinsson ÁR 320 © mynd Snorrason
1124. Katrín GK 98 © mynd úr Flota Bíldudals, Bryndís Björnsdóttir
Þessi ómerkti, er 1124. Katrín BA 109 © mynd úr Flota Bíldudals, Bryndís Björnsdóttir
Smíðanúmer 16 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða, Seyðisfirði 1971.
Sökk í Ísafjarðarhöfn 25. feb. 1983, náð upp aftur. Skráður sem skemmtibátur 1997. Afskráður í des. 1998.
Nöfn: Farsæll SF 65, Þórir Dan NS 16, Helga Björg SI 8, Brimir NS 21, Valdimar Kristinsson ÁR 320, Katrín GK 98, Katrín BA 109 og Avona ÍS 109
Skrifað af Emil Páli
