01.12.2011 12:40
Kaup og sala í Grindavík
Það gengur fjöllum hærra í Grindavík, að búið sé að selja Mörtu Ágústsdóttur GK 14 og að önnur útgerð í Grindavík sé búin að kaupa Hafursey VE. Varðandi þann síðarnefnda þá veit ég ekki til þess að nein ákvörðun hafi verið tekin, en báturinn hefur verið skoðaður af fulltrúum viðkomandi kaupanda ef af verður. Varðandi Mörtu Ágústsdóttir, hef ég ekki fengið neitt staðfest ennþá.

967. Marta Ágústsdóttir GK 14 © mynd Emil Páll, 9. ágúst 2011

1416. Hafursey VE 122 © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009
967. Marta Ágústsdóttir GK 14 © mynd Emil Páll, 9. ágúst 2011
1416. Hafursey VE 122 © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009
Skrifað af Emil Páli
