28.11.2011 20:00

Sæmundur GK 4: Nýtt nafn? nýir eigendur?

Hér sjáum við Sæmund GK 4, í dag, þegar verið er að taka bátinn inn í hús í Njarðvik, þar sem gert verður við tæringuna í botni hans og báturinn allur flikkaður upp. Stóra spurningin er hvort nýir eigendur verða formlega komnir þá að bátnum og því hugsanlega annað nafn og númer.


                   1264. Sæmundur GK 4, í Skipasmíðastöð Njarðvikur í dag


                Báturinn á leið að bátaskýlinu í dag © myndir Emil Páll, 28. nóv. 2011