28.11.2011 12:44

Dóri GK 42

Eins og ég sagði frá í gær í máli og myndum var Dóri GK 42, sem strandaði við Stöðvarfjörð á dögunum tluttur til Sandgerðis til viðgerðar og koma hann í gær til Sólplasts. Við skoðun í birtingu í morgun kom í ljós að fljótt á litið ,eru skrokkskemmdir minni en menn áttu von á, en hinsvegar er skrúfan, stýrið, öxullinn og fleira á þeim vettvangi skemmt. Enn á þó eftir að skoða skemmdirnar betur. Einnig stendur jafnvel til að nota tækifærið og taka upp vél bátsins.


                                              Skrúfan er mikið skemmd


                2622. Dóri GK 42, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði, í morgun © myndir Emil Páll, 28. nóv. 2011