28.11.2011 00:00

Skarðsvík SH 205 / Skarðsvík AK 205 / Arney KE 50 / Steinunn SF 10 / Hafursey VE 122


                  1416. Skarðsvík SH 205 © mynd Snorrason


           1416. Skarðsvík AK 205 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
                                                    

                             1416. Arney KE 50 © mynd Snorrason


                                 1416. Steinunn SF 10 © mynd Þór Jónsson


                                 1416. Steinunn SF 10 © mynd Jón Páll


           1416. Steinunn SF 10 © mynd Hilmar Bragason


                    1416. Hafursey VE 122 © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009

Smíðanúmer 619 hjá Baatservice Verft A/S í Mandal, í Noregi 1975 og var fjórða skipið og síðasta í raðsmíðaverkefni fyrir íslenska aðila. Systurskipin voru Gullberg VE, Huginn VE og Árni Sigurður AK. Yfirbyggður 1977.

Hann kom nýr hingað til lands á eftir Árna Sigurði þó svo að Árni Sig. hefði hærra númer.
En Batservice Verft A/S samdi við aðra stöð um smíðina á Skarðsvíkinni,en afhendingaraðilinn er samt sá er samið var um smíðina við. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Hellissandi 13. mars 1975.

Báturinn lá við bryggju í Njarðvík þann tíma sem hann var í eigu Nesfisks ehf., í Garði, en færður inneftir 6. sept. 2005 og var þar þangað til hann var seldur til Vestmannaeyja og hefur legið þar töluvert.

Svo er spurningin hvað gerist eftir helgi. fer hann til Grindavíkur og verði breytt í línuskip, eða ekki?

Nöfn: Skarðsvík SH 205, Skarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107 og núverandi nafn: Hafursey VE 122.