27.11.2011 17:35
Dóri GK kominn til Sandgerðis
Nú á fimmta tímanum í dag kom flutningabíll með Dóra GK 42 sem strandaði við Stöðvarfjörð í vikunni, til Sólplasts í Sandgerði og tók ég þá meðfylgjandi myndir. Skemmdir eru nokkrar, en sökum þess hve birtan var orðin léleg var ekki hægt að mynda þær.
Flutningabíllinn kemur með 2622. Dóra GK 42 til Sandgerðis í dag


Stýrið og skrúfan eru mikið skemmd


Öflugur krani var fengin til að lyfta bátnum upp af flutningabílnum, enda er þyngdin 16 og hálft tonn © myndir Emil Páll, 27. nóv. 2011
Stýrið og skrúfan eru mikið skemmd
Öflugur krani var fengin til að lyfta bátnum upp af flutningabílnum, enda er þyngdin 16 og hálft tonn © myndir Emil Páll, 27. nóv. 2011
Skrifað af Emil Páli
