27.11.2011 15:00

Er Hafursey VE á leið til Grindavíkur?

Í síðustu viku frétti ég af því að ákveðið útgerðarfélag í Grindavík hefði sent skoðunarmenn til Eyja til að skoða Hafursey VE, með það í huga að kaupa skipið og breyta í línuskip. Hafði ég samband við forráðamenn fyrirtækisins, sem staðfestu það, en báðu mig um að segja ekkert frá málinu fyrr en ákvörðun lægi fyrir, en hún verður tekin á morgun eða þriðjudag. Samþykkti ég það ef hvergi annarsstaðar yrði fjallað um málið. Nú hefur Tryggvi Sig, sagt frá því á síðu sinni, að fyrirtæki í Grindavík hefði skoðað skipið með það í huga að breyta því í línuskip og því læt ég þetta flakka, án þess að segja meira frá málinu fyrr en síðar.

Hafursey hét í upphafi Skarðsvík SH og er systurskip Ágústs GK 95. Ef af kaupunum verður er þetta í þriðja sinn sem skipið kemst í eigu Suðurnesjamanna, því á sýnum tíma varð það Arney KE 50 og eins átti Nesfiskur það um tíma er það bar nafnið Steinunn SF.

Sögu bátsins í máli og myndum til dagsins í dag mun ég birta hér á miðnætti í kvöld.


             1416. Hafursey VE 122, í Vestmannaeyjum © mynd Jóhann Þórlinsson, 2009