27.11.2011 10:55
Skondið og ruglingslegt
Í gær uppgötvaði ég það að einhver sem kallaði sig EPJ var að tjá sig á einni af skipasíðunum. Fannst mér það ekki vera þæginlegt þar sem ég nota skammstafina epj. bæði í netfangi og eins á ég len sem er epj.is. Viðkomandi benti mér síðan á að þessar skammstafanir ættu við fleiri en Emill Pál Jónsson. Auðvitað verð ég að játa því þó þetta sé ruglingslegt og síðan smá skondið því ég skrifa Emil með einu L en ekki Emill.
Þetta leiddi hugann til þess að í fyrra hóf ég að birta annaðslagið myndir af skipum í Straumsvík þar sem ljósmyndarinn heitir Tryggvi, ekki þó Tryggvi Sig eins og margir gætu ætlað. Þá gerðist það líka í fyrra að á síðunni fóru að birtast myndir eftir Jón Pál, þó ekki þann Jón Pál sem flestir okkar þekkja. Þessi er Jakobsson og er skipstjóri frá Bíldudal, en hinn sem við þekkjum er Ásgeirsson. En svona er þetta stundum, því enginn okkar á einkarétt á nafni eða skammstöfum, þó við verðum að viðurkenna að þetta er ansi ruglinglegt.
Raunar minnir þetta mig á þá sögu sem gerðist fyrir mörgum árum a skipasmíðaastöð sem framleiddi litla báta hringdi í mig og spurði mig að því hvort ég ætlaði ekki að fara að sækja bátinn minn. Ekki kannaðist ég við að eiga neinn bát og kom þá í ljós að þar var nafni minn Emil Jónsson, en með annað millinafn, sem þarna átti hlut að máli.
Þetta er svona frekar skrifað sem skondið mál en eitthvað annað. hehheh
Þetta leiddi hugann til þess að í fyrra hóf ég að birta annaðslagið myndir af skipum í Straumsvík þar sem ljósmyndarinn heitir Tryggvi, ekki þó Tryggvi Sig eins og margir gætu ætlað. Þá gerðist það líka í fyrra að á síðunni fóru að birtast myndir eftir Jón Pál, þó ekki þann Jón Pál sem flestir okkar þekkja. Þessi er Jakobsson og er skipstjóri frá Bíldudal, en hinn sem við þekkjum er Ásgeirsson. En svona er þetta stundum, því enginn okkar á einkarétt á nafni eða skammstöfum, þó við verðum að viðurkenna að þetta er ansi ruglinglegt.
Raunar minnir þetta mig á þá sögu sem gerðist fyrir mörgum árum a skipasmíðaastöð sem framleiddi litla báta hringdi í mig og spurði mig að því hvort ég ætlaði ekki að fara að sækja bátinn minn. Ekki kannaðist ég við að eiga neinn bát og kom þá í ljós að þar var nafni minn Emil Jónsson, en með annað millinafn, sem þarna átti hlut að máli.
Þetta er svona frekar skrifað sem skondið mál en eitthvað annað. hehheh
Skrifað af Emil Páli
