26.11.2011 12:10

Diddi og Addi Afi

Um miðnætti sl. komu flutningabílar með bátanna Adda afa GK 97 og Didda GK 56 að norðan, til Sólplasts í Sandgerði, en báðir eru þeir að fara í viðgerð þar. Skipa á um olíutank og laga eitthvað meira í þeim fyrrnefnda en smá viðgerðir á þeim síðarnefnda. Einhvern tímann á morgun verður síðan komið með Dóra GK sem strandaði við Stöðvarfjörð í vikunni.


      Fimm af þeim sex sem nú eru utandyra hjá Sólplasti í Sandgerði, en þar að auki eru tveir innan dyra og á morgun bætist Dóri GK í hópinn


                                                   2106. Addi afi GK 97


    7427, Diddi GK 56, á athafnarsvæði Sólplasts í morgun © myndir Emil Páll, 26. nóv. 2011