25.11.2011 23:25

Sjö skip Nesfisks á sama stað á sama tíma


                                       2262. Sóley Sigurjóns GK 200 © Emil Páll
Að morgni 12. maí 2008 kom Sóley Sigurjóns GK 200 í fyrsta sinn til Sandgerðis, en þá var togarinn að koma úr miklum breytingum sem fram fóru í Póllandi. Við það tækifæri tóku 7 af skipum útgerðarinnar á móti togaranum utan við innsiglinguna til Sandgerðis og birtast hér fyrir neðan tvær myndir sem teknar voru við það tækifæri.

                     Sjö af tíu skipum Nesfisks utan við Sandgerði  © Emil Páll
                                       Nýja og gamla Sóley Sigurjóns © Emil Páll