25.11.2011 17:21
Fiskurinn á leið til Rússlands
Flutningaskipið Green Lofoten er farið frá Fáskrúðsfirði áleiðis til St. Pétursborgar í Rússlandi með freðfiskfarm, sem var um borð í systurskipinu Ölmu.
Alma hefur legið í höfn í Fáskrúðsfirði síðasta hálfa mánuðinn en skipið var dregið þangað eftir að stýrisbúnaður bilaði í Hornafjarðarósi. Unnið er að því að koma Ölmu í slipp til að setja nýtt stýri á skipið.
Umskipun á farminum lauk fyrr í vikunni en brottför Green Lofoten frestaðist vegna óveðurs sem geisaði austur af landinu.
