22.11.2011 13:00

Nýir frá Bláfelli: 4 ÍS og einn MB

Þeir hjá Blafelli ehf., á Ásbrú hafa næg verkefni þessar vikurnar. Hjá þeim eru langt komnir fimm bátar, þar af fjórir sem verða með ÍS númeri og einn sem er að fara upp í Borgarnes þar sem hann verður kláraður og raunar einnig gerður út þaðan. Bátar þessir hafa smíðanúmer 6, 8.9 og 10 og er þessi fyrsti að gerðinni Sómi 990, en hinir eru Sómi 870. Allir ÍS bátarnir verða kláraðir hjá Bláfelli


     Þessi verður fluttur einhvern næstu daga upp í Borgarnes, þar sem hann verður kláraður og raunar einnig gerður út þaðan. Um er að ræða Sóma 870 sem hefur smíðanúmerið 11 frá Bláfelli ehf.


   Þessi fær skipaskrárnúmerið 2803 og fer til Flateyrar. Hann er af gerðinni Sómi 990 og hefur framleiðslunúmerið 6 hjá Bláfelli ehf.


   Þessir verða allir kláraðir hjá Bláfelli og með ÍS númerum. Þeir eru af gerðinni Sómi 870 og hafa þessi framleiðslunúmer: F.v. 9, 10 og 8.  © myndir Emil Páll, 22. nóv. 2011