21.11.2011 19:30

Var á undan björgunarbátnum að landi

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:50 aðstoðarbeiðni frá 4 tonna fiskibát sem var strandaður í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Samstundis voru kallaðar út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi auk þess sem haft var samband við nærstödd skip og báta, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Skömmu síðar tilkynnti skipstjóri bátsins að hann hefði losnað af strandstað og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Hafdís, björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Fáskrúðsfirði kom fljótlega að bátnum og var þá öllu hættuástandi aflýst. Fylgir Hafdís nú bátnum til hafnar á Fáskrúðsfirði, að sögn mbl.is.

Þessi til viðbótar þá gekk heimferðin það vel að fiskibáturinn varð á undan björgunarbátnum að landi


       7002. Sigrún SU 168, báturinn sem strandaði en losnaði áður en hjálp barst © mynd Óðinn Magnason 16. nóv. 2011