19.11.2011 22:00
Meira en aldargamall, en hogginn upp á þessu ári
Í gegn um færeysku síðuna Skipini í Vági hefur mér tekist að hafa upp á nokkrum þeirra fjölmörgu skípum sem á síðustu öldu voru seld héðan til Færeyja. Fyrsta skipið var raunar byggt í Skotlandi 1885, keypt til Íslands 1897 þar sem það hét Skarphéðinn GK 11 og selt til Færeyja 1916 þar sem það hélt Skarphéðinsnafninu og hét síðan einnig Höganes. Þetta skip var síðan á þessu ári, þ.e. 2011 hoggið upp í skipasmiðjunni Skála í Færeyjum.
Mun ég birta fleiri myndir af skipum sem seld voru héðan til Færeyja og ég hef fundið í geng um þennan vef, en hér kemur Skarphéðinn

Skarphéðinn VA 1 ex GK 11 © mynd Vagaskip.dk
Mun ég birta fleiri myndir af skipum sem seld voru héðan til Færeyja og ég hef fundið í geng um þennan vef, en hér kemur Skarphéðinn
Skarphéðinn VA 1 ex GK 11 © mynd Vagaskip.dk
Skrifað af Emil Páli
