17.11.2011 20:30
Ekki Már heldur Barði
Áðan þegar ég setti inn myndirnar af tveimur togurum í Namibíu, fór ég eftir því sem flestir giskuðu á, en taldi sjálfur frekar að þetta væri Barði og undir því nafni var hann einmitt í Namibíu og á ég mynd af honum með það nafn. Nú hef ég fengið ábendingu í sömu átt og tel því að þetta sé ekki Már SH heldur ex Barði NK
Sá efri er Barði ex 1536. Barði NK ex Júlíus Geirmundsson ÍS
Skrifað af Emil Páli
