17.11.2011 15:00

Röstin GK komin inn í hús

Alltaf annað slagið hafa skotist fram fullyrðingar um að þessi bátur væri komin á dauðadeildina, en ef svo er þá er hann með mörg líf, því alltaf tekur hann við sér á ný og hér sjáum við það nýjasta. Því í morgun var honum rennt inn í hús hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur og þegar hann kemur út verður trúlega búið að mála hann upp á nýtt og hugsanlega búið að skipta um nafn og báturinn fer á ný í drift. Gárungunum finnst réttast að hann fái nafnið Seniver, þar sem hann varð frægastur þegar hann kom fullfermdur af smygli af þeim drykki og var búið að skipa öllu í land þegar málið komst upp.


         923. Röstin GK 120, eða hvað sem hann mun heita þegar hann kemur út, en hér er hann nýkominn inn í hús hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur í dag © mynd Emil Páll, 17. nóv. 2011