17.11.2011 11:20

Hannes Þ. Hafstein kominn með Valþór til Sandgerðis

Hannes Hafstein, björgunarskip Landsbjargar, kom kl. 11 með Valþór NS 123, sem varð vélarvana út af Reykjanesi. Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð um kl. 19 í gærkvöldi.

Báturinn var þá staddur um 50 sjómílur frá landi. Hannes Hafstein var sendur af stað til að draga hann í land.


 

       2310. Hannes Þ. Hafstein og 1081. Valþór NS 123, í Sandgerði um kl. 11 í morgun © myndir Emil Páll, 17. nóv. 2011