13.11.2011 17:00

Helguvíkin í þá tíð, Stakkurinn, Hólmsbergið og vitinn

Þegar mín kynslóð var að alast upp í Keflavík var Bergið (Hólmsbergið) eitt aðal leiksvæðið, hvort sem um var að ræða að týna ber, leika sér í fjörunum, veiða fisk eða horfa á ónýta báta úr Dráttarbraut Keflavíkur sem mikið voru þar brenndir. Á þessari mynd sem tekin er þvert yfir óskemmda Helguvíkina, má auk Hólmsbergsins sjá klettinn Stakk og ofan á berginu sést aðeins í Hólmsbergsvita.


     Fremst er grassléttan á Berginu og um leið hinn jaðarinn af Helguvík, en hún er þarna á milli þessara tveggja nesja. Framan við Hólmsbergið sést kletturinn Stakkur og ofar á berginum má aðeins sjá ofan á Hólmsbergsvita og fyrir utan Stakkinn er eitthvert skip á siglingu © mynd úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldualbúmi