12.11.2011 23:27
Síðasta sjóferðin - og sólsetur í dag
Sæll Emil !
Hvað sem öðru líður verður ekki frá þér tekið að þú leggur mikla rækt við síðuna þína. Mig langar að leggja dálítið inn ef ég má. Þessar myndir voru teknar í dag (laugardag) um borð í Stakkanesinu úti við sjöbaujuna. Veðrið var eins og sjá má og aflinn var sæmilegur, nokkrir ágætlega vænir þorskar og aðrir minni, ein góð ýsa, nokkrar lýsur, einn stór krossfiskur og einn vænn hraunmoli! Róðurinn var líklega sá síðasti þetta árið, nema veðrið á morgun verði alveg sérstakt. Stakkanesið verður tekið á land í næstu viku og sett í vetrarnaust.
Þú mátt nota myndir og texta að eigin vild.
Kv. Gunnar Th.
- Gunnari sendi ég kærar þakkir bæði fyrir myndirnar og hlý orð -
Glæsilegt myndarefni © myndir Gunnar Th. 12. nóv. 2011
