09.11.2011 21:00

Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60

Hér kemur smá syrpa er sýnir bátinn er hann kom til Sólplasts og eins er hann fór þaðan.

Annars er hér um að ræða bát sem framleiddur var hjá Faroe Marine A/S, Hvalsvik, Færeyjum 1991. Endurbættur og lengdur hjá Sólplasti ehf., Innri - Njarðvik og lauk því verki 11. október 2001. Í upphafi hét báturinn Keila III GK 265, síðar Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60, þá María ÁR 61 og fyrr á þessu ári fékk hann nafnið Mar GK 98.
















      2065. Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 fyrir og eftir breytingar hjá Sólplasti. Á myndum nr. 3 og 4 sést Kristján Nielsen, hjá Sólplasti © myndir úr safni Sólplasts