08.11.2011 22:30
Verðmætur farmur Ölmu kallar á væn björgunarlaun
Laun vegna björgunar flutningaskipsins Ölmu um helgina gætu numið stórum fjárhæðum en verðmæti farmsins hleypur á nokkrum hundruðum milljóna króna.
Um borð í skipinu, sem nú liggur við bryggju á Fáskrúðsfirði, eru um 3.000 tonn af frosnum fiski sem það átti að flytja til Pétursborgar í Rússlandi.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Hornafjarðarbær fór þess á leit við Loðnuvinnsluna, útgerð Hoffellsins sem dró Ölmu til Fáskrúðsfjarðar, að gera sameiginlega kröfu um björgunarlaun en Loðnuvinnslan hefur ekki tekið afstöðu til þeirrar beiðni.
