08.11.2011 22:00
Varðskipið í gær til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað - á morgun Ísafjörður
Þriðjudagur 8. nóvember 2011
Varðskipið ÞÓR var í gær opið til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað og komu samtals um þúsund manns um borð til að skoða skipið. Á Reyðarfirði komu á fjórða hundrað manns um borð sem er um þriðjungur bæjarbúa en á Norðfirði á sjötta hundrað, sem er tæplega helmingur íbúa svæðisins. Við komuna færði Síldarvinnslan og SÚN á Norðfirði Neskaupstað áhöfn varðskipsins veglegan blómvönd.
Áætlað er að varðskipið leggist að bryggju á Ísafirði á morgun, miðvikudag og verði opið til sýnis milli kl. 13:00 og 18:00.
Upplýsingar um varðskipið má finna hér.

ÞÓR kemur á Neskaupstað. Mynd Guðlaugur B Birgisson, höfninni á Neskaupstað.

Gestir streyma um borð á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Tækjabúnaður í brúnni skoðaður. Mynd Guðlaugur B Birgisson, höfninni á Neskaupstað.

Börn á Reyðarfirði skoða varðskipið. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Í brúnni með Sigurði Steinari Ketilssyni, skipherra. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Dráttarbúnaður varðskipsins. Mynd Steinþór Pétursson, Fjarðabyggðahöfnum.

Mengunarhreinsibúnaður sýndur. Mynd Steinþór Pétursson, Fjarðabyggðahöfnum.

