08.11.2011 22:00

Varðskipið í gær til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað - á morgun Ísafjörður

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Thor-Vardskip-045

08. nóv. 2011

Þriðjudagur 8. nóvember 2011

Varðskipið ÞÓR var í gær opið til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað og komu samtals um þúsund manns um borð til að skoða skipið. Á Reyðarfirði komu á fjórða hundrað manns um borð sem er um þriðjungur bæjarbúa en á Norðfirði á sjötta hundrað, sem er tæplega helmingur íbúa svæðisins. Við komuna færði Síldarvinnslan og SÚN á Norðfirði Neskaupstað áhöfn varðskipsins veglegan blómvönd.

Áætlað er að varðskipið leggist að bryggju á Ísafirði á morgun, miðvikudag og verði opið til sýnis milli kl. 13:00 og 18:00.

Upplýsingar um varðskipið má finna hér.

Thor-Neskstad010
ÞÓR kemur á Neskaupstað. Mynd Guðlaugur B Birgisson, höfninni á Neskaupstað.

Thor-Vardskip-018
Gestir streyma um borð á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-045

Á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-019
Á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-022
Tækjabúnaður í brúnni skoðaður. Mynd Guðlaugur B Birgisson, höfninni á Neskaupstað.

Thor-Vardskip-023
Börn á Reyðarfirði skoða varðskipið. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-024
Í brúnni með Sigurði Steinari Ketilssyni, skipherra. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-031
Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-021
Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-025

Dráttarbúnaður varðskipsins. Mynd Steinþór Pétursson, Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-028

Mengunarhreinsibúnaður sýndur. Mynd Steinþór Pétursson, Fjarðabyggðahöfnum.