08.11.2011 17:30

Jón Oddgeir laus af strandstað

Um kl. 17, losnaði Jón Oddgeir af strandstað í Njarðvikurhöfn. Beitti hann þá eigin vélarafli, auk þess sem hafnsögubáturinn Auðunn og björgunarbáturinn Njörður Garðarsson komu þar við sögu.
Bátur þessi er einskonar varabjörgunarbátur, hét eitt sinn Gunnar Friðriksson og er nú geymdur í Njarðvik.

Birti ég hér myndir sem teknar voru um það leiti þegar báturinn losnaði svo og aðrar frá því í hádeginu í dag.




                                  2474. Jón Oddgeir, á strandstað í hádeginu í dag


        2043. Auðunn og 7643. Njörður Garðarsson toga í 2474. Jón Oddgeir laust fyrir kl. 17 í dag


    Nokkrum mínútum síðar, báturinn laus. Það er kannski táknrænt að þetta gerist fyrir framan Höskuldarkot, en þaðan var litli drengurinn Njörður Garðarsson, sem björgunarbáturinn er skírður eftir. Sést aðeins í Höskuldarkot beint upp af stefni Njarðar Garðarssonar © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011