06.11.2011 12:30
Alma tryggilega fest
Gengið hefur verið tryggilega frá landfestum Ölmu við bryggju á Fáskrúðsfirði en þar lagðist hún í höfn kl. 3:26 í nótt. Má segja að það hefði ekki mátt tæpara standa því í Fáskrúðsfirði hefur verið rok og rigning í allan morgun og gengur á með hvössum rokum sem ná allt að 20 m/s.
Alma missti stýrið við innsiglinguna í Hornafjarðarhöfn í fyrrinótt. Hoffellið dró skipið út á sjó, en dráttartaugin slitnaði um tveimur klukkustundum síðar. Um klukkan hálf fjögur í gær tókst svo að koma nýrri taug milli skipanna. Upphaflega stóð til að Alma yrði dregin að höfn í Reyðarfirði, en siglingin til Fáskrúðsfjarðar var styttri og þótti öruggari vegna veðurs.
af mbl.is
