06.11.2011 00:05

Tungufell BA / Jóhann Gíslason ÁR / Jóhann Gíslason / Jóhann Gíslason ÁR / Gunnþór GK

Þessi var gerður úr hérlendis síðan af íslendingum erlendis og aftur hér heima og endað síðan í pottinum hér heima, en áður hafði hann verið seldur íslending erlendis, sem fór aldrei með hann út


           1067. Tungufell BA 326 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson


                           1067. Tungufell BA 326 © mynd Snorrason


           1067. Tungufell BA 326 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur


            1067. Jóhann Gíslason ÁR 42 © mynd Snorrason


                    1067. Jóhann Gíslason ÁR 42 © mynd Snorrason


            1067. Jóhann Gíslason ÁR 52, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1992


          Jóhann Gíslason ex 1067. á ýsuveiðum í Barentshafi 1993 © mynd úr Fiskifréttum 2006


       1067. Jóhann Gíslason ÁR 42 © mynd skip. is, nóv. 2000 


                            1067. Gunnþór GK 24 © mynd Jón Páll, í júní 2006


               1067. Gunnþór GK 24, í Njarðvík © mynd Hilmar Snorrason, í júní 2006

Smíðanr. 59 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad, Noregi 1968.

Tekinn af skrá 13. nóv. 1992 og talinn ónýtur. Var þá lagt við bryggju í Þorlákshöfn, en síðan siglt til Ghana í Afríku og gert þar út af Erni Traustasyni o.fl. og þar var skipið á árinu 2000 er það var aftur sett á skrá hér á landi. Eftir að hafa legið í meira en eitt ár í Njarðvíkurhöfn var það selt á nauðungaruppboði sumarið 2003 og komst þá í eigu íslensk skipstjóra á millilandaskipi í Noregi, sem taldi sig hafa selt það til Afríku í september 2003, en salan gekk til baka og stóð þá til að gera skipið út á netaveiðar frá Reykjavík. Þann 30. nóv. 2005 var skipið aftur selt á nauðungaruppboði og komst þá í eigu Reykjaneshafnar og lá um tíma í Njarðvíkurhöfn, eða til 28. nóv. 2006 að það var tekið upp í Njarðvíkurslipp, þar sem Hringrás hf. tætti það niður í brotajárn.

Nöfn: Tungufell BA 326, Tungurfell BA 325, Jón á Hofi ÁR 42, Jóhann Gíslason ÁR 42, Jóhann Gíslason ÁR 52, Jóhann Gíslason og aftur Jóhann Gíslason ÁR 42 og Gunnþór GK 24.