05.11.2011 20:03

Myndir úr þyrlu LHG

Friðrik Jónas Friðriksson, meðlimur í björgunarfélagi Hornafjarðar, tók þessar myndir um borð í TF-LÍF þegar hún flaug með stýrimann til flutningaskipsins Ölmu, sem er í togi. Eins og sjá má er um feykistórt, drekkhlaðið flutningaskip að ræða, og eru veðurskilyrði ekki eins og best verður á kosið.