05.11.2011 20:00
Stefnt á að ná til hafnar áður en óveður skellur á
Flutningaskipið Alma er nú á 6 mílna ferð í togi Hoffells SU 80 á leið inn á Reyðarfjörð og gengur vel, að sögn Landhelgisgæslunnar. Búist er við að skipið komi inn á Reyðarfjörð milli 6 og 7 í fyrramálið. Búist er við miklu hvassviðri snemma á morgun og er því allt kapp lagt á að ná skipinu í höfn áður en það brestur á.
Stýrimaður frá Landhelgisgæslunni var í dag fluttur með TF-LÍF um borð í skipið til að sjá um öll samskipti við Hoffell og til að vera áhöfn Ölmu til halds og trausts.
Frá stjórnstöð Landheilgisgæslunnar © mynd Landhelgisgæslan
Skrifað af Emil Páli
