05.11.2011 00:00

Ægir lagðist upp að Þór við komuna úr Miðjarðarhafi

af vef Landhelgisgæslunnar:

Ægir_E1F1894

04. nóv. 2011

Föstudagur 4. nóvember 2011

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur í morgun eftir rúmlega fimm mánaða fjarveru þar sem skipið var í Miðjarðarhafi við landamæragæslu og eftirlit á vegum Frontex - landamærastofnunar Evrópusambandsins.

Við komuna lagðist Ægir í fyrsta sinn upp að hlið nýja varðskipsins Þórs við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og sást þar glöggt stærðarmunurinn á varðskipunum tveimur en Þór er 21 metra lengri en Ægir og sex metrum breiðari.

AEgir_Thor_saman04112011

IMG_4933

Horft út úr brúarglugga Ægis

IMG_4932

Einar Valsson skipherra ásamt Georg Kr. Lárussyni forstjóra LHG við komuna

EinarV_04112011
Landgangurinn kominn á milli Ægis og Þórs. Skipherrann mættur.


Aegirkoma04112011

Þór og Ægir saman við Faxagarð

IMGP6108

Frá björgunaraðgerðum Ægis á Miðjarðarhafi í september sl.