04.11.2011 11:15
Húsið tekið af Sölku GK
Í morgun var húsið tekið af Sölku Gk, í Njarðvikurslipp og flutt á ákveðinn stað í Njarðvik. Sá flutningafyrirtækið Jón og Margeir um að hífa það og flytja, en eins og fyrr hefur komið fram, er það Köfunarþjónusta Sigurðar sem annast björgun verðmæta úr bátnum.
Húsið af 1438. Sölku GK 79, tekið af bátnum og sett á flutningavagn, í morgun © mynd Bragi Snær, 4. nóv. 2011
Húsið komið á bílinn og húslaus báturinn til hliðar © mynd Emil Páll, 4. nóv. 2011
Flutningabíllinn með húsið, lagður af stað með það á næsta stað © mynd Emil Páll, 4. nóv. 2011
Skrifað af Emil Páli
