03.11.2011 18:30
Moskivitsj í kassa
Þessi gamla mynd frá Óðni Magnasyni, sem er af dagatali Fáskrúðfirðingafélagisns, rifjar upp með manni skemmtilegar minningar, sem eru af fyrsta bílnum sem ég eignaðist. Það var um leið og ég fékk bílprófið að ég keypti mér Moskovitsj, bíl af Bifreiðum og landbúðarvélum í Reykjavik. Já hann var nýr og meira segja eina bílategundin sem kom í kassa til landsins. Fékk maður því öflugann trékassa með bílnum. Að vísu var það ekki eins og þessi á myndinni heldur næsta útlit þar á eftir.

© gömul mynd frá Óðni Magnasyni, af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagins
© gömul mynd frá Óðni Magnasyni, af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagins
Skrifað af Emil Páli
