02.11.2011 16:00
Salka GK verður trúlega rifin
Salka GK 79, sem sökk í Sandgerðishöfn á dögunum og var bjargað upp og dreginn til Njarðvikur þar sem báturinn stendur nú uppi í Skipasmíðastöð Njarðvikur, verður að öllum líkindum rifinn. Samið hefur verið við Köfunarþjónustu Sigurðar, um að bjarga verðmætum úr bátnum. Ef einhver eða einhverjir hafi áhuga fyrir að komast yfir eitthvað af þeim verðmætum er þeim bent á að hafa samband við Sigurð. Símanúmer hans má bæði lesa á auglýsingu frá honum hér til hliðar á síðunni, svo og á bílnum, en númerið sést vel á myndinni sem fylgir hér með.

1438. Salka GK 79 og bifreið Köfunarþjónustu Sigurðar, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 28. okt. 2011
1438. Salka GK 79 og bifreið Köfunarþjónustu Sigurðar, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 28. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
