02.11.2011 00:00

Minnie - Rán - Von

Hér koma myndir af þremur gömlum Fáskrúðsfjarðarbátum, myndir sem komu frá Óðni Magnasyni, en eru af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagsins.
Undir myndunum birti ég sögu bátanna, enda eru upplýsingarnar undir myndunum ansi snuppóttar.


                                             Minnie SU 576
Smíðaður í Holbæk, Danmörku 1917,

Árið 1920 var hann í vöruflutningum fyrir HB & co í Sandgerði og 14. nóv. það ár strandaði hann á boða fyrir utan Sandgerði, er hann var á leið þangað með saltfarm. Lá báturinn á strandstað í tvo daga, en þá náði björgunarskipið Geir honum á flot.

Nöfn: Úlfur RE 197, Minnie EA 523, Minnie SU 576, Minnie EA 758 og Sæunn GK 137.

Talinn ónýtur og rifinn 1956.


                                                  727. Rán SU 58

Smíðaður í Faaborg, Danmörku 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Kom til heimahafnar á Hornafirði 6. apríl 1956.

Bar gervinafnið Baldvinsson EA 410, þar til úrelding var gengin í garð.

Nöfn: Akurey SF 52, Rán SU 58, Gissur ÁR 75, Gissur ÁR 6, Hraunsvík GK 68 og Baldvinsson EA 410.

Úrelding í apríl 1989. Báturinn var bútaður í tvent hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og bútarnir geymdir þar, þar til þeir voru brenndir. Fremri hlutinn á áramótabrennu í Innri-Njarðvík 31. des. 1990 og aftari hlutinn á sama stað og tilefni 31. des. 1992


                                              906. Von SU 386

Smíaður í Kaupmannahöfn, Danmörku 1907. Hækkaður og endurbættur á Eskifirði 1920, Endurbyggður Eskifirði 1933, 1934 og í þriðja sinn á Eskifirði 1943. Lengdur 1943.

Nöfn: Sleipnir SU ??, Austri SU 386, Von SU 386 og  Von GK 280,

Talinn ónýtur 4. apríl 1966


            © gamlar myndir frá Óðni Magnasyni, af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagsins