01.11.2011 21:00
Steinunn AK 36
Þennan þekkja margir. Hann var smíðaður í Stálvík hf., Garðagæ 1972 og hefur síðan verið lengdur og yfirbyggður. Hefur hann borið nöfnin Þórir GK 251, Þórir SF 77, Þórir II SF 777, Ólafur Magnússon HU 54, Guðbjörg Steinun GK 37 og núverandi nafn: Steinunn AK 36. Það nafn kom þó ekki á hann fyrr en honum hafði verið lagt á Akranesi í okt. 2009 og var sagður seldur til Libíu í nóv. 2009. Ekkert hefur bólað á fararsniði, þó af og til birtist vinnuflokkar um borð og síðan ekki söguna meir. Nú fyrir stuttu sást vinnu flokkur þar um borð, þannig að hann er kannski að fara?



1236. Steinunn AK 36, á Akranesi um síðustu helgi © myndir Sigurbrandur í okt. 2011
1236. Steinunn AK 36, á Akranesi um síðustu helgi © myndir Sigurbrandur í okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
