29.10.2011 23:01
Charm / Keflavík / Írafoss / Aasfjord
Hér kemur flutningaskip sem er orðið 30 ára gamalt og er enn í gangi. Hefur það borið fjögur nöfn, þar af tvö íslensk og birtast myndir af öllun nöfnunum hér.

Charm © mynd Olav Moen

1624. Keflavík, í Keflavík á sjómanndaginn 1983 © mynd Emil Páll

1624. Keflavík, í Keflavík á sjómannadag 1983 © mynd Emil Páll

1624. Írafoss © mynd Rick Cox

Aasfjord

Aasfjord
Smíðanúmer 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S, Svenborg, Danmörku 1978. Keypt hingað til lands 25. júní 1982 og selt úr landi til Argentínu 11. des. 1990. Þaðan var skipið síðan selt til Noregs 1997.
Skipið var gefið nafn eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins, sem skrá var eigandi skipsins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi skipsins var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík og þess vegna átti næsta skip að bera nafnið Njarðvík.
M.s. Keflavík kom í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 1983 og þá til Keflavíkur, en til heimahafnar komst það ekki því hún var Vík ( í Mýrdal).
Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss og núverandi nafn: Aasfjord.

Charm © mynd Olav Moen

1624. Keflavík, í Keflavík á sjómanndaginn 1983 © mynd Emil Páll

1624. Keflavík, í Keflavík á sjómannadag 1983 © mynd Emil Páll

1624. Írafoss © mynd Rick Cox

Aasfjord

Aasfjord
Smíðanúmer 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S, Svenborg, Danmörku 1978. Keypt hingað til lands 25. júní 1982 og selt úr landi til Argentínu 11. des. 1990. Þaðan var skipið síðan selt til Noregs 1997.
Skipið var gefið nafn eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins, sem skrá var eigandi skipsins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi skipsins var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík og þess vegna átti næsta skip að bera nafnið Njarðvík.
M.s. Keflavík kom í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 1983 og þá til Keflavíkur, en til heimahafnar komst það ekki því hún var Vík ( í Mýrdal).
Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss og núverandi nafn: Aasfjord.
Skrifað af Emil Páli
